Íslenzkt lambakjet

mánudagur, maí 14, 2007

19

Kannski er ég rosalega stíf í mínum mórölsku pælingum en mér finnst það frekar ómóralskt af flokki sem býður afhroð í kosningum að láta sér detta í hug að halda áfram ríkisstjórnarsamstarfi. Framsókn: þjóðin vill ykkur ekki!

Að sama skapi finnst mér alveg allt í lagi að þeir einstaklingar sem fá jafn mikinn massa af útstrikunum eins og BB og Árni Johnsen fengu, segi af sér sinni þingmennsku. Það er ekkert hægt að túlka þetta á annan hátt en að fólk vilji ekki þessa einstaklinga á þing. En almenn siðferðiskennd er reyndar ekki sterkasti kostur fyrrnefndra aðila reyndar þannig að ég efast ekki um að þeir túlki niðurstöðurnar ekki á neikvæðan hátt.

Að sama skapi lýsi ég yfir óánægju minni með þessa frekar illa ígrundðu 5% reglu. Ég veit að hún var sett á sínum tíma með því markmiði að koma í veg fyrir einhver klofningsframboð en ég lít svo á að jafnræðis eigi að gæta. Á bak við hvern þingmann eru ákveðinn fjöldi atkvæða og á það jafn að gilda um alla, líka litlu framboðin.

Frussað af Kiðhildi Ó. Kynd, klökkan 23:12
::
---------------oOo---------------

sunnudagur, maí 13, 2007

20

Nú eru tíðindi ó sei sei.

Fólk er að tapa sér í fýlu vegna júróvisjón og ríkistjórnin heldur líklegast velli. Sól fer hækkandi á lofti og senn líður að því að ég setjist í heví próflestur fyrir sumarprófin.

Ég hef alveg brennandi áhuga á Júróvisjón. Já ég er geðveikur lúði en Júróvisjón er í mínum huga eitt skemmtilegasta sjónvarpsefni ársins. Eins og keppninnar er von og vísa þá voru yfirgnæfandi meirihluti framlaganna í ár tónlistarleg hörmung. En það er bara gaman. Það má alveg leyfa sér að fíla eyrnarusl eina helgi á ári.

Framlag okkar Íslendinga féll svo sannarlega í hóp þeirra laga sem best eiga heima í ruslafötunni og ég skil ekki hvernig nokkrum Íslendingi datt í hug að Eiríkur kæmist áfram. En við hverju er sossum að búast þegar stór hluti landans finnur tónlistarlega fullnægingu í sveitaballatónlist á lá Írafár.

Ég er algjörlega ósammála mafíuyfirlýsingum hins tapsára rauða víkins, Eiríks Haukssonar. Austur- Evrópsku lögin í ár voru einfaldlega miklu betri en þessi Vestur' Evrópsku. Mér er alveg sama hvaðan lögin koma en það er ekki séns í helveðe að ég kjósi vibba á við það sem kom frá Noregi, Möltu, Svíþjóð, Portúgal, Spáni, Hollandi, Bretlandi, Írlandi og überhallhærislega Sviss. Það er ekki séns að þessi lög fá neina almenna spilun á útvarpsbylgjum Evrópu, Ísland þar með talið.

Þetta eru allt saman tónsmíðar sem virkja ælureflexinn hjá Eiríki, hinum rauða, sjálfum og sé ég ekki hvernig hann fær það út að við hin ættum að vera með öðruvísi gubbuviðbrögð.

Þegar ég horfði á forkeppnina voru aðeins 5 lög af þessum tuttuguogeitthvað lögum sem ég hafði einhvern vott af fílingi til. Öll þessi lög áttu það sameiginlegt að vera frá Austur- Evrópu. Fjögur af þessum fimm lögum komust áfram. Í mínum huga sýnir það bara að fyrirkomulag keppninnar er að virka nákvæmlega eins og það á að virka. Betri lögin eru að fara áfram óháð því hvaðan þau eru að koma. Ef einhver grundvöllur væri fyrir þessari Austur- Evrópumafíukenningu, þá hefði væntalega Finnland ekki unnið í fyrra. Það hentaði bara ekki að hrópa óréttlæti óréttlæti í fyrra. Miðað við þetta þá verður hrópað fyrrnefn óréttlætisóp í hvert skipti og eingöngu í þau skipti sem Austur- Evrópuland vinnur.

Íslendingar gerðu sig síðan að fífli með því að gera akkúrat það sem þeir voru að saka Austur- Evrópu að gera, kjósa nágrannalöndin af-því-bara. Af því að við höndlum ekki þá staðreynd að lönd sem einhverjum eflaust innst inni finnst að ætti að vera okkur ríku vesturlöndum óæðri, skuli vera að ganga betur.

Áður en Austur- Evrópuþjóðirnar fóru að streyma inní keppnina voru hinir sömu Júróspekúlantar að blammera keppnina og segja hana stórgallaða af hinum sömu sökum og nú, en þá voru það bara miðjarðarhafslöndin sem áttu í hlut. Hvernig væri bara að líta á hlutina eins og þeir eru, Íslendingar hafa greinilega ekki sama tónlistarsmekk og obbinn af Evrópu. Að sjá eitthvað órættlæti út úr þessu er ekkert annað en tapsárt væl sveitaballafílandi fýlupúka.

Ég btw kaus Serbíu og Úkraínu.

Óver end át

Frussað af Kiðhildi Ó. Kynd, klökkan 18:44
::
---------------oOo---------------

mánudagur, apríl 23, 2007

21

Kyndin er ennþá á lífi. Já já sei sei.

Síðustu mánuðir hafa verið nokkuð viðburðarríkir í mínu lífi og hef ég því ekki haft nennuna né viljann til að tjá mig. Þessi viðburðarríku mánuðir voru af neikvæðum toga og er ég búin að þurfa að heyja persónulega baráttu til að komast yfir ákveðin áföll sem hafa orðið á mínum vegi. Satt best að segja hefur mig ekki langað að tjá mig við neinn undanfarið. Ég hef hægt og rólega verið að vinna úr þessum málum og það hefur gengið bæði upp og niður. En ég vona bara að tíminn lækni öll sár og að örið verði sem minnst eftir þetta allt saman.

Núna sig ég heima við imbann með ljóta lungnabólgu. Hósta upp fallegum gulgrænum slummum á meðan ég treð einu stykki tré eða svo upp í nasaborurnar. Búið að vera svona í rúma viku. Drekk hóstasaft eins og um tæra fjallalind væri að ræða. Má ekki gleyma þarfasta þjóninum, nasasprayi.

Þar til næst krúttin mín. Lofa að láta heyra í mér fljótt.

Frussað af Kiðhildi Ó. Kynd, klökkan 22:42
::
---------------oOo---------------

þriðjudagur, janúar 09, 2007

22

Djís! Málefnin liggja niðri þangað til á fimmtudaginn (í það minnsta). Hvað á kind að gera af sér á netinu á meðan?

Annars er lítið að ske hjá mér. Ég byrja árið á að finna það út að manneskja náin mér er að ljúga að mér. Greit. Alltaf gaman að komast að svona hlutum.

Ég veit ekki... ég er náttúrulega bara mannleg og hef alveg 80 kg af persónugöllum. Ég veit ekki hvort það telst til persónugalla eða kosts að ég á mjög erfitt með að fyrirgefa lygar og ennþá erfiðara með að treysta manneskjunni aftur. Það má líkja þessu við að allir byrja með hreinan skjöld. Ef hann er skitinn út þá á ég ótrúlega erfitt með að fara til baka. *dæs*

Vona að helgin verði skemmtileg.

Frussað af Kiðhildi Ó. Kynd, klökkan 21:00
::
---------------oOo---------------

sunnudagur, desember 31, 2006

23

Alveg er þetta týpískt að vera andvaka þegar marr þarf að vera tip top annað kvöld.

Frussað af Kiðhildi Ó. Kynd, klökkan 06:39
::
---------------oOo---------------

laugardagur, desember 30, 2006

24

Mér finnst ógeðslega gaman að mála. Ég er aftur á móti gjörsamlega sneydd öllum kreatívum hæfileikum sem og myndlistarhæfileikum. Þess vegna er paint by numbers alveg brilliant úrlausn á mínum vanda.

Paint by numbers rokkar!

Frussað af Kiðhildi Ó. Kynd, klökkan 01:09
::
---------------oOo---------------

föstudagur, desember 29, 2006

25

Nú fer að líða að áramótum sem er sá tími ársins sem ég nota til að vega og meta stöðu mína í lífinu. Hvað hef ég gert til að bæta sjálfa mig og líf mitt á síðasta ári og hvað ég hef gert til að eyðileggja fyrir sjálfri mér. Þetta ár hefur verið einstaklega gott þar sem að ég hef ekki gert neitt til að eyðileggja nema að bæta á mig 5 extra kílóum.

Gítar og bassi var keyptur og ég byrjaði að læra. Ég fékk draumajobbið og sagði því reyndar upp núna stuttu fyrir jól vegna tímaskorts. Ég kynntist kaddlinum mínum. Uppgötvaði sjálfa mig og fékk geðveik náttföt í jólagjöf.

Svo núna á gamlárskvöld ætla ég að henda mér í djúpu laugina og eyða kvöldinu með fjölskyldu kaddlsins míns. Ég er sem sagt að fara að hitta foreldra hans og börnin hans í fyrsta skiptið. Úfff hvað ég er stressuð. Fékk fyrsta niðurgangskastið af völdum téðs stress núna í fyrradag. Mörg hafa fylgt í kjölfarið og ég spái þriggja tíma óslitnum niðurgangi á gamlársdag.

Annars er það að frétta að ég er ógó eftir á í öllum tískutrendum. Keypti mér sims 2 rétt fyrir jól. En sims 2 var ógó mógó móðins fyrir einu og hálfu ári. Hey! betra er seint en aldrei. Er núna húkkt á að pynta kallana sem ég bý til. Læt þá fighta við nágrannana, neita að leyfa þeim að fara í bað, svelta þá o.s.frv. Er að fá þvílíka útrás fyrir sadistann í mér. Já sei sei.

*rooooop*

Frussað af Kiðhildi Ó. Kynd, klökkan 01:14
::
---------------oOo---------------

sunnudagur, desember 24, 2006

26

Þetta hafðist!

Allt jólapakkastandið og núna skreytingarnar. Bara fínt að byrja að skreyta kl 2 að nóttu aðfrararnótt aðfangadags já já sei sei. Ég er nokkuð viss um að ég sé búin að kaupa allar jólagjafirnar og ég er nokkuð klár á því að ég sé búin að pakka þeim öllum inn. Það kemur bara í ljós á mörgun á ögurstund ef ég hef haft rangt fyrir mér.

Ég og hinn helmingurinn minn fórum í Blómaval og Garðheima í kvöld þar sem við keyptum lítið gervijólatré. Ekta gervi "Norway Spruce made with superior qualitiy in Thailand". Það var því virkilega jólaleg stemmning þegar við komum heim eftir að hafa rúntað um Garðarbæinn (by special request skoh) að skoða jólaljósin og settum jólalög á fóninn. Hann tók sig til og bjó til heitt kakó frá grunni og þeytti rjóma á meðan ég pakkaði inn öllum gjöfunum. Jólaskapið var orðið svo gífurlegt að ekki einu sinni brimsalta kakóbragðslausa kakóið gat eyðilagt það.

Síðan skreyttum við litla jólatréð okkar með þessum 10 jólakúlum sem við eigum og keyptum fyrir kúk á kanil í Tiger og jólastjörnu sem kostaði 200 kall í Húsasmiðjunni. Ég berð bara að segja að þetta er eitt flottasta jólatré sem ég hef skreytt. Ekki vegna þess að það er mikill glamúr í kringum það heldur bara að við skötuhjúin gerðum þetta saman og að við vorum bæði að fá ræpu af jólaskapi á meðan við vorum að því.

Ég óska ykkur, lesöndum góðum, og ykkar nánustu gleðilegra jóla, góðrar jólasteikur, fallegra gjafa og að sjálfssögðu það sem skiptir mestu máli, góðra stunda með þeim sem ykkur eru kærastir.
kv. Kibba

Frussað af Kiðhildi Ó. Kynd, klökkan 02:23
::
---------------oOo---------------

miðvikudagur, desember 20, 2006

27

Það eru svo margar erfiðar ákvarðanir sem þarf að taka núna. Á ég að eyða 35þús kalli í nýjan gemsa sem ég hef engin sérstök not fyrir en langar rosalega í, eða á ég að eyða 35þús kalli í kassagítar sem ég hef ekki pláss fyrir en langar rosalega í?

Frussað af Kiðhildi Ó. Kynd, klökkan 22:39
::
---------------oOo---------------

laugardagur, desember 16, 2006

28

Jibbíh!

Framsóknarflokkurinn er 90 ára í dag. Nú hlýtur hann loksins að fara að hrökkva uppaf úr heilablæðingu eða æðakölkun.

Frussað af Kiðhildi Ó. Kynd, klökkan 19:13
::
---------------oOo---------------

föstudagur, desember 15, 2006

29

Spurning: Er hægt að sofa yfir sig þegar maður þarf að mæta í skólann klukkan 11

Svar: óóójá

Frussað af Kiðhildi Ó. Kynd, klökkan 11:48
::
---------------oOo---------------

fimmtudagur, desember 14, 2006

30

Á meðan ég sit hérna í sófanum og er að bíða eftir að Der Untergang byrji á Stöð 2 Bíó, er verið að spila Adagio for Strings eftir Samuel Barber. Áhrifamikið já.

Frussað af Kiðhildi Ó. Kynd, klökkan 22:00
::
---------------oOo---------------

þriðjudagur, nóvember 14, 2006

31

Ég á alveg helvíti flottan nafla. Ég reyndar vil kalla hann nabbla, því það segir enginn naffffli á Íslandi. Nabbli, nabbli, nabbli. Ok.

Komst að því fyrir nokkru að ég þjáist af nabblafýlu. Ég er blessunarlega laus við að þjást af öðrum líkamsódaun. Fékk síðast táfýlu sem krakki, svitafýla kemur bara eftir mjög brútal sturtulaus tímabil (sem er nánast aldrei) og andfýla er.... jæja ókei.. ég get verið fjandi andfúl stundum. En nabblafýla er eitthvað sem ég þjáist af á hverjum degi.

Ég komst að þessari merku niðurstöðu þegar ég var að pota í fyrrnefndan nabbla. Af hverju var ég að pota? Jú mér finnst það nefnilega svo gaman því þegar ég rykki puttanum úr nabblanum kemur svona skemmtilegt "BLOBB" hljóð. Mig klæjaði í mitt annars kvenlega yfirvaraskegg og þá rann upp fyrir mér ljós. Eða réttara sagt þá læddist að mér daunn.

Nabblafýla

Ég kannaði síðan statusinn á þessari nabblafýlu reglulega á eftir. Eftir sturtu, eftir sund, eftir líkamsáreynslu. Neibb. Nabblafýlan er þarna alltaf.

Vildi bara deila þessu með ykkur.

Frussað af Kiðhildi Ó. Kynd, klökkan 23:06
::
---------------oOo---------------

sunnudagur, nóvember 12, 2006

32



Þetta eru formlega ljótustu skór sem ég hef á ævinni séð. Passa vel við súperkúl peysurnar og gullbuxurnar.

Frussað af Kiðhildi Ó. Kynd, klökkan 18:38
::
---------------oOo---------------

föstudagur, nóvember 10, 2006

33

Nú er komið að kaflaskiptum. Ég sagði upp vinnunni minni í dag. Sem er btw æðislegasta vinna sem ég hef á ævinni unnið og ég kveð hana með söknuði. Námið er bara of krefjandi, persónulega lífið krefst mikillar athygli og það er komið að þeim tímapunkti að það er ekki hægt að bæði halda og sleppa, og það þarf að velja nákvæmlega hverju skal halda og hverju skal sleppa.

Það eru því blendnar tilfinningar í gangi. Mikill söknuður eftir þessari vinnu, en að sama skapi mikill léttir því nú minnkar stressið og álagið og gefur mér meiri tíma til að einbeita mér að því sem þarfnast fullrar athygli.

That being said. Þá langar mig að árétta eitt við ykkur lesendurna. Mig langar að minna enn og aftur á að líkami minn samanstendur af 70% vatni, 30% kaldhæðni. Það á ekki að taka neinu sem ég segi hátíðlega og það er best að taka alvarleikagleraugun af andlitinu þegar ég tjái mig á skriflegu formi. Ég er með sick, brútal, kaldhæðinn húmor. Ef fólk höndlar það ekki þá er ég ekki rétta manneskjan að vera að tjá sig við. Hef orðið mjög vör við að fólk nái ekki því sem ég er að djóka með undanfarið.

En já... back to ze Zchocolate

Frussað af Kiðhildi Ó. Kynd, klökkan 15:07
::
---------------oOo---------------

laugardagur, nóvember 04, 2006

34

Sum ykkar sem lesa bloggið mitt þekkja mig. Sum ykkar ekki. Þau ykkar sem þekkja mig vita aðstæðurnar sem ég er í. Hversu líf mitt er þyrnum stráð og hversu mikið ég þjáist á dagsdaglegum basis. Sjáið sko til, ég er með alvarlega fötlun. Já, ég ætla að skella mér á trúnó með ykkur núna.

Ég fæddist með erfðagalla sem veldur fötlun. Ég hef þurft að ganga í gegnum harðindi sem barn að reyna að alast upp við þennan galla. Það gekk erfiðlega. Svo erfiðlega að ég hef beðið andlegan skaða. Ég get ekki ferðast að neinu ráði. Ég verð fyrir aðkasti alla daga vegna mjög grótesk útlits míns auk annarra hluta sem aðrir taka sem sjálfssögðum hlut en ég get ekki gert vegna þessarar fötlunar minnar.

Ég hef reynt margar aðferðir til að hylja þennan galla en hann er það gegnumskínandi að það er alveg sama hvað ég geri, það sést alltaf að ég er að feika. Já það er ótrúlega erfitt að viðurkenna þennan brútal fæðingagalla fyrir fólki sem manni líkar vel við. Og lifa í eilífum ótta við að vera hafnað af þeim fyrir að vera með téða fötlun. En ég reyni að standa sterk og ég reyni að lifa við þau spil sem mér voru gefin á hendi við getnað þó slæm séu.

Ég er rauðhærð.

Frussað af Kiðhildi Ó. Kynd, klökkan 10:43
::
---------------oOo---------------

miðvikudagur, október 25, 2006

36

Það eru svo margar spurningar sem dynja á kindinni þessa daga.

Hvar hefuru verið?
Ertu dauð?
Ertu hætt að blogga?
Er það satt sem ég heyrði um að þú hafir farið í brjóstastækkunaraðgerð og sért núna viðhaldið hans Jóns Ásgeirs?

Svörin eru ekki einföld en ég skal reyna.
Ég hef verið rosalega bissí að gera nákvæmlega ekki neitt. Þykjast vera að læra en vera í rauninni að stunda kinkí kynlíf allan sólarhringinn í kjallarakompu einhvers staðar uppí Breiðholti

Ég er ekki dauð en komst samt nálægt áfengisdauða um síðustu helgi. Það var gaman á meðan á því stóð.... en svo rann upp nýr dagur og ég vildi að mér hefði tekist að drepa mig, þvílík var þynnkan.

Nei ég er ekki hætt að blogga. En það er dáldið erfitt að pikka inn bloggfærslur þegar maður er vandlega bundinn í kinký stellingum einhvers staðar á hjara veraldar. Ég reyndi að nota trýnið í að pikka inn einn og einn staf þegar hlerunarmálið kom upp, en það kom einhvern veginn svona út: "ws bo gwrðist .æþað asð fíbbgvlið varfð hledrtaðurt alltag ´´a mikðviokudögbujm". Það varð ekkert svo gáfuleg færsla úr því þó svo að ég hafi að sjálfsögðu sagt margan gáfulegan hlutinn.

Já það er satt að ég fór í brjóstastækkun. Stækkaði júgrin upp í G- skálar því hin brjóstin mín, þessi sem voru DD voru bara aaaaalllt of lítil. Það er búið að borga mér fyrir að halda kjafti þegar kemur að leynilegum fundum míns og Jóns Ásgeirs þannig að ég að sjálfssögðu neita því algjörlega að þekkja manninn...

Frussað af Kiðhildi Ó. Kynd, klökkan 12:17
::
---------------oOo---------------

þriðjudagur, október 03, 2006

37



Yndislegt plakat. Bakteríur í matvælum gera ekki uppá milli fólks. Fegurðardrottningar kúka líka stendur þarna þó það sjáist ekki. Þá vitum við það. Unnur Birna og fegurðargellurnar verpa líka feitum lorti from time to time.

Annars er það að frétta af mér að það er aftur komin prófatíð. Færði lögheimili mitt uppá Þjóðarbókhlöðuna en fannst hún helst til hljóðlát og formleg þannig að ég flutti lögheimilið á Kaffi Vín þar sem ég stunda nám mitt af miklum móði. Believe it or not þá er hér betri og stabílli nettenging en á hlöðunni, hér get ég étið að lyst á meðan ég læri, hlustað á góða tónlist, séð mannlífið, andað að mér fjallalofti og svo eru sætin svo þægileg. Get meira að segja prumpað með 80 desibela hávaða án þess að hafa áhyggjur af því að ég sé að trufla einbeitingu bókphilískra, hávaðafælinna hugvísindanema. Það kalla ég sko alvöru námsaðstöðu.

Gaman frá því að segja líka að ég og Ópel gerðumst valkyrjur í dag. Fórum í málmbíkíníin okkar, tókum upp exi og sveðjur og strunsuðum galvaskar til hólmgöngu okkar við lífeyris/trygginga báknið. Við að sjálfssögðum unnum frækinn sigur sem mun verða getið í Íslendingasögum framtíðarinnar.

Frussað af Kiðhildi Ó. Kynd, klökkan 21:34
::
---------------oOo---------------

miðvikudagur, september 27, 2006

38

Hvað á kind að gera þegar hún á ekkert líf fyrir utan bækurnar? Hvað á kind að tala um þegar það eina sem telst til hugsana í litla kindarheilanum er námsefnið?

Dáumst aðeins að peysu vikunnar já já:


Frussað af Kiðhildi Ó. Kynd, klökkan 09:07
::
---------------oOo---------------

þriðjudagur, september 19, 2006

39

Datt í hug þetta frábæra nafn fyrir nýju hljómsveitina mína sem mun spila melódískan black metal að hætti Finna. Bloody Sputum.

Eins og staðan er í dag þá vantar mig trommara, tvö stykki gítarleikara, hljómborðsleikara, söngvara (eða gruntara réttara sagt) og þar sem ég sjálf sökka á bassa, bassaleikara. Veit ekki alveg hvar ég fitta inní þetta band skoh, en þetta verður samt bandið mitt. Ætla að verða ógisslega rík og fræg, túra um Skandinavíu og fá fullt af síðhærðum sænskum karlgrúppíum....

Frussað af Kiðhildi Ó. Kynd, klökkan 08:58
::
---------------oOo---------------